Við þurfum kraftmikið fólk í eftirtaldar stöður:
Stöðvastjóri í sjóeldi
Ábyrgð og verkefni
· Ber ábyrgð á öryggi, gæðum og framleiðslu á starfsstöð
· Ber ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð og skipulagi
· Leiðir, þjálfar og styður starfsfólk
· Yfirlit skráninga, bregðast við frávikum og daglegum verkefnum
Hæfniskröfur
· Góð leiðtogafærni
· Skipstjórnarréttindi 15m og vélstjóraréttindi
· Frumkvæði og metnaður í starfi
· Góður vinnufókus
· Menntun í fiskeldi eða tengdum iðnaði er góður kostur
Æskileg hæfni og styrkleikar
· Góð samskiptahæfni, frumkvæði og uppbyggingarhugarfar
· Góð samstarfshæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt
· Hugar að öryggi, gæðum og umhverfi
· Góð tölvukunnátta og tæknifærni
Umsókn þarf að innihalda afrit af skírteinum fyrir réttindum, prófskírteini og ferilskrá
Fiskeldistæknir
Ábyrgð og verkefni
· Daglegur rekstur á fiskeldisstöðvum
· Fylgjast með umhverfinu og viðheldur skilyrðum til að hámarka heildarheilbrigði, öryggi og gæði
· Daglegt eftirlit og skráning framleiðslunnar
· Fylgja verkferlum, stefnum og uppfylla framleiðslumarkmið
Æskileg hæfni og styrkleikar
· Reynsla og/eða menntun í fiskeldi eða tengdum iðnaði
· Skipstjórnaréttindi 15 m og vélstjórnarréttindi
· Frumkvæði og metnaður í starfi
· Góð samskiptafærni
· Góð færni til að vinna sjálfstætt og í teymum
· Hugar að öryggi, gæðum og umhverfinu
· Góð tölvukunnátta og tæknifærni
Starfsmaður í tækniteymi
Ábyrgð og verkefni
· Setja upp, gera við, skipta um og þjónusta kerfi og búnað
· Samskipti við birgja og þjónustuaðila tengda raf- og vélbúnaði fyrirtækisins
· Búa til fyrirbyggjandi áætlanir og hafa eftirfylgni
· Bilanagreiningar og úrbætur
· Umsjón með framkvæmd viðhalds og endurbóta
Hæfniskröfur
· Sveinsbréf í vélvirkjun eða sambærileg menntun
· Reynsla af vinnu á vélbúnaði og vökvakerfum er kostur
· Reynsla og þekking af stálsmíði og suðuvinnu er kostur
Æskileg hæfni og styrkleikar
· Reynsla og/eða menntun í fiskeldi eða tengdum iðnaði
· Góð samskiptahæfni, frumkvæði og uppbyggingarhugarfar
· Góð færni til að vinna sjálfstætt og í teymum
· Hugar að öryggi og gæðum
Starfsmaður á þjónustubát
Ábyrgð og verkefni
· Stýra Stealth neðansjávardróna
· Eftirlit og viðhald á kerfisfestingum sjókvía
· Almenn vinna á dekki og sjókvíum
· Fyrirbyggjandi viðhald og eftirlit með bátum og búnaði
· Skráning, skýrslur og eftirfylgni
Æskileg hæfni og styrkleikar
· Hugar að öryggi, gæðum og umhverfi
· Færni í nákvæmnisvinnu, geta til að vinna kerfisbundið og bera ábyrgð
· Góð tæknileg innsýn og lausnamiðlun
· Metnaður og samviskusemi
· Góð samskiptafærni, frumkvæði og uppbyggingarhugarfar
· Skipstjórnarréttindi 15 m. og vélstjórnarréttindi er kostur
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á aðtaka þátt í fjölbreyttri og ört vaxandi atvinnugrein að sækja um.
Umsóknafrestur er til og með 19.april2022.
Umsóknir sendist áwork(at)icefishfarm.com ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.